Frístund: Frístundarleiðbeinandi ath. framlengdur umsóknarfrestur.

Frístund: Frístundarleiðbeinandi ath. framlengdur umsóknarfrestur.

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða frístundarleiðbeinanda í u.þ.b. 45% starfshlutfall í frístund og sumarfrístund (starfshlutfall eykst á opnunartíma sumarfrístundar), en um framtíðarstarf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar 2026.

Upplýsingar um starfið

Meginmarkmið starfsins er að bjóða upp á innihaldsríkt og þroskandi frístundastarf fyrir börn á aldrinum 6 – 9 ára eftir að hefðbundnum skóladegi barna lýkur. Markmið starfsins er að efla félags- og samskiptafærni barna í gegnum leik og starf frístundar. Starfsfólk frístundar leitast við að mæta börnum eftir þeirra þörfum, til að efla sjálfstraust, sjálfsstæði og félagsfærni þeirra.

Helstu verkefni

  • Leiðbeina og styðja börn í leik og starfi.
  • Skipuleggja faglegt starf og leiða fjölbreyttar og skapandi frístundastundir fyrir börn.
  • Tryggja öryggi og vellíðan þátttakenda í öllu starfi.
  • Stuðla að samstarfi við foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila innan sveitarfélagsins.
  • Fylgja stefnu Dalvíkurbyggðar í frístundamálum og leggja sitt af mörkum til þróunar starfsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi að vinna með börnum.
  • Góð hæfni í samskiptum, samvinnu og leiðsögn hópa.
  • Frumkvæði, ábyrgðartilfinning og skipulagshæfni.
  • Jákvætt viðhorf, sveigjanleiki og færni til að takast á við fjölbreytt verkefni.
  • Íslenskukunnátta á stigi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  • Hreint sakavottorð samkvæmt lögum.

Næsti yfirmaður er frístundarfulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar veitir launafulltrui@dalvikurbyggd.is

Umsóknum skal fylgja greinargóð náms- og starfsferilsskrá auk staðfest afrit af prófskírteinum (ef við á), sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni. Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna. Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt að hafna öllum umsækjendum. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Gísli Bjarnason í síma 460-4900 og í gisli@dalvikurbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2025.