Draumabláir dagar í Dalvíkurbyggð

      English

Hvað er í boði í Dalvíkurbyggð?
Komdu - Vertu - Njóttu  

Félagsheimili - tilvalin fyrir ættarmót og veisluhöld

1. Félagsheimilið Rimar er staðsett við hlið Húsabakka í Svarfaðardal. Tilvalin staðsetning fyrir ættarmót, brúðkaup eða aðrar veislur. Nánari upplýsingar í síma 859-7811.

2. Félagsheimili í Árskógi er mjög vel staðsett og líkt og félagsheimilið Rimar tilvalið fyrir ættarmót, brúðkaup eða aðrar veislur. Nánari upplýsingar í síma 861 8865 og á netfanginu jona@dalvikurbyggd.is

3. Félagsheimilið Höfði í Svarfaðardal er staðsett innarlega í Svarfaðardal, þar er tilvalinn vettvangur fyrir veislur og almenna gleði. Nánari upplýsingar í síma: 

Gisting


 1. Hótel Dalvík er staðsett á Dalvík. Þetta er þægilegt hótel á Norðurlandi með útsýni yfir bæinn og fjöllin í kring. Á hótelinu er boðið upp á herbergi með sérbaðherbergi og einnig herbergi með uppábúnum rúmum, með sameiginlegu baðherbergi og aðgangi að eldhúsi. Frá hótelinu eru aðeins 600 m í sundlaugina. Nánari upplýsingar er að finna í síma 466-3395, á heimasíðunni eða í tölvupósti á info@hoteldalvik.com.

2. Dalvík hostel er fjölskyldurekið gistiheimili staðsett á Dalvík og býður gistingu í uppábúnum rúmum fyrir 23 gesti í 7 herbergjum. Einnig gisting í þremur 15 fm. smáhýsum með snyrtingu fyrir 3 - 4 í hverju og Gamla bænum sem er 107 ára gamalt 30 ferm. hús. Aðgangur að heitum potti og sána. Nánari upplýsingar í síma 6996616, www.dalvikhostel.com og í tölvupósti vegamot@vegamot.net

3. Bærinn Skeið stendur á rólegum stað í botni Svarfaðardals í faðmi svarfdælsku fjallanna, 18 km frá Dalvík. Í nágrenninu er að finna áhugaverðar gönguleiðir, kajak-ferðir, hestaferðir, golf, skíðaferðir o.fl. Hægt er að fá að tjalda árið ef veður og tíð leyfir. Nánari upplýsingar eru í síma 866-7036 eða í tölvupósti á info@skeid.net.

4. Ytri-Vík á Árskógsströnd er vel staðsett bústaðahverfi með undraútsýni bæði inn og út fjörðinn. Það er fyrirtækið Sporttours sem rekur bústaðina en það býður einnig upp á margskonar afþreyingu. Nánari upplýsingar í síma 894-2967/899-8000 eða í tölvupósti á sporttours@sporttours.is

5. Að Syðri-Haga er boðið upp á gistingu í tveimur sumarhúsum í friðsælu umhverfi. Útsýni til hafs og miðnætursól. Tignarleg fjöll og hlýlegir dalir, frábærar gönguleiðir við allra hæfi. Stangveiði frá ströndinni án endurgjalds. Frábær skíðasvæði í nágrenninu. Nánari upplýsingar í síma 8667968 / 8419048 eða sydrihagi@sydrihagi

6. Tjaldsvæðið á Dalvíer staðsett við innkomuna í bæinn. Það opnar 1. júní og þar er aðstaða mjög góð, heit sturta, eldunarrými og wi-fi. Nánari upplýsingar í síma 625-4775

7. Tjaldsvæðið á Hauganesi er staðsett alveg við sjópottana í Sandvíkurfjörunni. Gullfallegt útsýni. Nánari upplýsingar í síma 620 1035. 

8. Tjaldsvæðið á Húsabakka er staðsett í Svarfaðardal í hjarta friðlandsins, gullfallegt útsýni með iðandi fuglalífi. Það hentar frábærlega fyrir ættarmót. Nánari upplýsingar: 859-7811

8. Hótel Kaldi er lítið og huggulegt hótel staðsett í hjarta eyjafjarðar á Árskógsströnd. Nánari upplýsingar í síma 460-2550

Golf

 1. Arnarholtsvöllur í Svarfaðardal er falin perla í golfvallamenningu á Íslandi. Þangað er tilvalið að skella sér og spila 9 holur í fallega dalnum okkar. Hægt er að leigja búnað á vellinum. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Golfklúbbsins Hamars. Flýtileið á gjaldskrá er að finna hér.

2. Inniaðstaða Golfklúbbsins Hamars í Víkurröst á Dalvík er til fyrirmyndar. Þar má finna net til að slá í og 18 holu púttvöll. Þar er einnig nýbúið að taka í gegn golfherminn en hermirinn er bókaður í tvo klukkutíma í senn fyrir tvo spilara, tvo og hálfan fyrir þrjá og í þrjá tíma ef fjórir spila saman. Hér er hægt að bóka herminn.

Gönguleiðir

 1. Margar góðar gönguleiðir eru í Dalvíkurbyggð enda sveitarfélagið staðsett á Tröllaskaganum sem er stærsta samfellda fjallasvæði landsins. Í Dalvíkurbyggð eru gönguleiðir bæði fyrir byrjendur og lengra komna, léttar og krefjandi.

Hér má sjá 10 gönguleiðir sem eru á svæðinu.

Tilvalið er að kynna sér gönguleiðakort af svæðinu.

Hestaferðir

 1. Hestaleigan Tvistur sérhæfir sig í bæði styttri og lengri hestaferðum í náttúru hins fagra Svarfaðardals með allar stærðir hópa.  Hægt er að panta ferðir í síma 861 9631 og á netfanginu ebu@ismennt.is.

Veitingastaðir og kaffihús

 1. Á Gregor's er staðsettur á Dalvík. Þar er hægt að fá kvöldmat alla daga á sumrin. Nánari upplýsingar í s. 847-8846 og á facebooksíðu staðarins.

2. Baccalá bar er staðsettur á Hauganesi. Nánari upplýsingar um matseðil og borðapantanir í s. 620-1035 og á facebooksíðu staðarins. 

3.  Kaffihús Bakkabræðra - Gísli, Eiríkur, Helgi er staðsett á Dalvík. Þar er t.d. hægt að fá matarmikla fiskisúpu með heimabökuðu brauði og alls kyns kökur og kaffidrykki.
    Nánari upplýsingar í síma 666-3399

5. Í Bjórböðunum á Árskógssandi er veitingastaður með einstöku útsýni bæði inn og út Eyjaförð. Nánari upplýsingar í s. 414-2828 og á bjorbodin@bjorbodin.is

6. Veitingastaðurinn Norður er staðsettur á Dalvík. Nánari upplýsingar um matseðil og borðapantanir í s. 466-1224 og á nordur@blagryti.is

7. Litla sveitabúðin á Völlum er tilvalinn áfangastaður fyrir matgæðinga. Lífrænt ræktað hráefni sem nýtt er í allskyns spennandi góðgæti sem er ýmist, sultað, þurrkað, saltað eða reykt. Þetta er t.d. úrval osta, berja, fisks o.fl. Litla sveitabúðin er staðsett í Svarfaðardal og það er vel þess virði að gera sérferð þangað. Nánari upplýsingar í s. 822-8844 og á sb@vellir.is

8. Yrkja Syðra Holti Svarfaðardal býður upp á lífrænt ræktað grænmeti örstutt frá Dalvík, einstaklega fallegt og skemtilegt umhverfi til þess að heimsækja.

Skautasvell

 1. Skautaiðkun er nýjung í vetrarafþreyingu í Dalvíkurbyggð. Hægt er að fá lánaða skauta í stærðum 25-48 í íþróttamiðstöðinni, en þar er líka hægt fá lánaðar hokkíkylfur, pökka og hjálma. Nánari upplýsingar er að finna á facebook-síðu skautasvells.

Sundlaugar og náttúrulegar laugar

 1. Dalvíkurbyggð rekur sambyggða íþróttamiðstöð með sundlaug og heilsurækt. Íþróttamiðstöðin er staðsett á Dalvík. Þangað er tilvalið að skella sér og púla aðeins í ræktinni , synda eða slappa af í heitu pottunum. Úr sundlauginni er dásamlegt útsýni inn í Svarfaðardal og upp til fjalla. 

Opnunartími þar er:
Mánudag-fimmtudag: kl. 06.15-20.00
Föstudag: kl. 06.15-19.00
Helgar: kl. 09.00-17.00

2. Pottarnir í Sandvíkurfjörunni eru staðsettir á Hauganesi. Þar getur þú skellt þér í sjóinn og notið þess svo að kíkja í heitu pottana. Búið er að útbúa skiptiaðstöðu í fjörunni og þar er einnig salerni. 

Skíðaferðir/Þyrluskíðaferðir

 1. Skíðasvæðið í Dalvíkurbyggð er það skíðasvæði sem er staðsett næst sjávarmáli og því einstakt á heimsvísu. Útsýnið úr Böggvisstaðafjalli er draumkennt og þar er auðvelt að eyða heilum degi. Skíðaleiga er á staðnum og nánari upplýsingar um opnun og gjaldskrá er að finna á heimasíðu skíðafélagsins.

2. Arctic heliskiing sérhæfa sig í  sérbúnum pakkaferðum til könnunar á þyrluskíðum um fjöll og firnindi bæði á Íslandi og Grænlandi. Frá fyrstu hendi getur upplifað eftirfarandi, Norðurljós, skíðaferðir frá fjallstoppum og alveg niður að sjó og njóta miðnætursólar. Arctic heliskiing starfar á svæði Tröllaskagans og á austurströnd Grænlands. Með yfir 20 ára reynslu við leiðsögn skíðahópa á svæðinu stækkuðu þeir svið sitt yfir í þyrluskíði og urðu þar með fyrsta fyrirtækið á Íslandi í þeim bransa. 

Hvalaskoðun

 Í Eyjafirði er mjög góður möguleiki á að sjá hvali og í Dalvíkurbyggð eru tvö fyrirtæki sem bjóða upp á hvalaskoðun.

1. Á Dalvík er hvalaskoðunarfyrirtækið Arctic Sea Tours. Fyrirtækið býður bæði upp á ferðir með eikarbátum sem taka 3 klst. og ferðir með RHIB bát sem taka um það bil 1,5 klst. Allar nánari upplýsingar og bókanir eru á heimasíðunni, í s. 771-7600 eða í tölvupósti á book@arcticseatours.is

2. Á Hauganesi er að finna elsta starfandi hvalaskoðunarfyrirtæki á Íslandi, Whales Hauganes. Þar er boðið upp á ferðir með eikarbátum. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu fyrirtækisins, í s. 867-0000 eða í tölvupósti á whales@whales.is

Söfn

 1. Bókasafn Dalvíkurbyggðar er staðsett í Menningarhúsinu Bergi. Þar er tilvalið að tylla sér með góða bók og leyfa börnunum að njóta sín við að lesa, lita, spila eða pússla. Ýmis afþreying í boði og um að gera að vera upplýstur um hina ýmsu viðburði sem þær stöllur á safninu finna upp á.

2. Byggðasafnið Hvoll er fjölbreytt og skemmtilegt safn fyrir alla fjölskylduna með munum úr byggðarlaginu ásamt sýningum af ýmsum toga. Sýningar tengdar mannlífi og munum og saga þjóðþekktra svarfdælinga er meðal þess sem finna má á Byggðasafninu. Tilvalið að skella sér í safnaferð með fjölskyldunni. Frítt fyrir börnin.

Bjórböð, Bruggsmiðjan Kaldi og Hótel Kaldi

1. Bjórböðin eru staðsett á Árskógssandi. Þar er hægt að dekra sig bæði í bjórbaði og fara í útipottana sem bjóða upp á einstakt útsýni út fjörðinn. Þar er einnig góður veitingastaður með fjölbreyttum og afar girnilegum matseðli. Nánari upplýsingar í síma 414-2828 eða í tölvupósti á bjorbodin@bjorbodin.is

2. Bruggsmiðjan Kaldi er staðsett á Árskógssandi, Þar er hægt að panta kynningu þar sem farið er yfir framleiðslu bjórsins og sögu fyrirtækisins. Í kynningunni er svo gefið smakk á þeim bjórum sem eru í boði hverju sinni. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 466-2505 milli kl. 09.00-15.00 eða í tölvupósti á bruggsmidjan@bruggsmidjan.is

3. Hótel Kaldi er lítið og huggulegt hótel staðsett í hjarta eyjafjarðar á Árskógsströnd. Nánar í síma 460-2550

Aðrar upplýsingar

Upplýsingamiðstöðin í Dalvíkurbyggð er staðsett í Bergi menningarhúsi. Þar er hægt að fá allar nánari upplýsingar um það sem má finna sér til afþreyingar í Dalvíkurbyggð.   Hægt er að leita læknis á heilsugæslustöðinni okkar með því að panta tíma í síma 432-4400 en ef um neyðartilvik er að ræða, vinsamlegast hringið í 112.

Verið velkomin í Dalvíkurbyggð og njótið ykkar við fallegt útsýnið inn og út Eyjafjörð.
Dalvíkurbyggð er nefnilega ánægjuleg allan ársins hring!