Húsnæðisstuðningur

Ríkið og sveitarfélög hafa gert með sér samkomulag um greiðslu húsnæðisbóta sem leysir gamla húsaleigubótakerfið af hólmi. Ríkið sér um allt er snýr að almennum húsnæðisbótum og er hægt að lesa sig til og sækja um þær á síðunni husbot.is.

Sveitarfélögin sjá um eftirlit og greiðslur með sérstökum húsnæðisstuðningi sem ætlaður er til að létta undir hjá einstaklingum með verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað.
Sérstakur húsnæðisstuðningur reiknast sem viðbót við húnæðisbætur og er alltaf veittur samhliða félagslegri ráðgjöf.  Forsenda sérstaks húsnæðisstyrks er að umsækjandi hafi þegar fengið húsnæðisbætur og sé innan þeirra tekju- og eignamarka sem sett eru.  

Umsóknir um sérstakan húsnæðisstyrk eru á rafrænu formi á þjónustugátt Dalvíkurbyggðar, "Mín Dalvíkurbyggð". Í kjölfar umsóknar er umsóknaraðili kallaður til viðtals á skrifstofu félagsþjónustunnar.

Þá munu sveitarfélög einnig greiða húsnæðisstyrk til foreldra barna, 15-17 ára, sem dveljast á námsgörðum meðan á námi þeirra fjarri heimili stendur.  Þeir styrkir eru undanskildir tekju- og eignamörkum. 
 
Reglur Dalvíkurbyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning er á þjónustugátt Dalvíkurbyggðar