Atvinnumál fólks með fötlun

AMS – Atvinna með stuðningi

Atvinna með stuðningi er árangursrík leið í atvinnumálum fyrir þá er þurfa aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Vinnubrögðin fela í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar. Þeir einstaklingar fá aðstoð við að finna rétta starfið og þeim er veittur stuðningur á nýjum vinnustað.

Nánari upplýsingar veitir Þórhalla Karlsdóttir í síma 460 4900 og á netfanginu tota@dalvikurbyggd.is