Félagsstarf fyrir 60 ára og eldri

Dalbær, dvalarheimili aldraðra, rekur öflugt félagsstarf fyrir 60 ára og eldri svo sem veðurklúbb og föndurstarf. Nánari upplýsingar um það er að finna hjá Dalbæ í síma 466-1379 og á netfanginu dalbaer1@simnet.is

Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð sem stofnað var 11. mars 1990 heldur einnig uppi líflegu félagsstarfi í Félagsheimili sínu Mímisbrunni, að Mímisvegi 6, Dalvík, auk þess sem húsið er leigt út ef eftir því er leitað. Í húsinu er gott netsamband og stór skjár.

Mímiskórinn hefur verið starfandi í fjölda ára og alltaf vantar söngfugla. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir í félagið. 

Formaður Félags aldraðra er Kolbrún Pálsdóttir, s. 466-1308 og 863-1308. Netfang: kollapals@simnet.is.
Húsvörður er Margrét Kristinsdóttir, s. 466-1527 og 897-1427. Netfang: haukuroggreta@simnet.is