Félagsstarf fyrir 60 ára og eldri

Dalbær, dvalarheimili aldraðra, rekur öflugt félagsstarf fyrir 60 ára og eldri svo sem veðurklúbb og föndurstarf. Nánari upplýsingar gefa deildarstjóri og hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 466-1378 eða á netföngunum elisa@dalbaer.is og hjukrun@dalbaer.is.

Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð var stofnað þann 11. mars 1990. Félagið heldur uppi líflegu félagsstarfi í Félagsheimili sínu Mímisbrunni, að Mímisvegi 6, Dalvík. Þá leigir félagið húsið einnig út ef eftir því er leitað. Í húsinu er gott netsamband og stór skjár.

Mímiskórinn hefur verið starfandi í fjölda ára og alltaf vantar söngfugla. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir í félagið. 

Formaður Félags aldraðra er Kolbrún Pálsdóttir, s. 466-1308 og 863-1308. Netfang: kollapals@simnet.is.
Húsvörður er Margrét Kristinsdóttir, s. 466-1527 og 897-1427. Netfang: haukuroggreta@simnet.is