Barnavernd

Félagsmálastjóri og starfsmenn félagsþjónustunnar vinna að málefnum barna og ungmenna í umboði barnaverndarnefndar. Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði með því að styrkja fjölskyldur og beita úrræðum til verndar einstaka börnum þegar það á við. Kannaðar eru aðstæður barna sem talin eru búa við óviðunandi aðstæður og tiltækum ráðum beitt til úrbóta svo sem ráðgjöf, tilsjón, vistun, fjárhagsaðstoð, húsnæðis-aðstoð o.fl.

Vert er að vekja athygli á ákvæði í barnaverndarlögum http://www.althingi.is/lagas/nuna/2002080.html  um tilkynningarskyldu almennings og þeirra sem hafa afskipti af börnum og ungmennum: “Sá sem verður var við að barni sé misboðið, uppeldi þess vanrækt eða aðbúnaði þess svo áfátt að barninu geti stafað hætta af skal tilkynna það barnaverndarnefnd. Nafnleyndar gagnvart málsaðila er gætt sé þess óskað."

Hægt er að tilkynna barnaverndartilkynningar í síma 112 utan almenns opnunartíma skrifstofu.

Barnaverndarnefnd

Barnaverndarstofa

Félagsmálaráð