Stoðkerfi

Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsNýsköpunarmiðstöð Íslands

Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI) hvetur til nýsköpunar og eflir framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Við lítum á nýsköpun sem forsendu fyrir fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og undirstöðu sterkrar samkeppnisstöðu þess.
Kjarnastarfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar skiptist í tvö svið:

Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki
Öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.

Tæknirannsóknir og ráðgjöf
Hagnýtar rannsóknir og tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, framleiðslu, líf- og efnistækni, efnagreininga og orku.

NMI er með starfsstöðu á Akureyri, Borgum - Norðurslóð. Sími 522 9430
Starfsmenn þar eru:
Guðmundur Óli Hilmisson, verkefnastjóri: goh@nmi.is
Selma Dögg Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri: selma@nmi.is *
Sigurður Steingrímsson, verkefnastjóri: sigurdurs@nmis

Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni www.nmi.is

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) er byggðasamlag sjö sveitarfélaga við Eyjafjörð. AFE er ætlað að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar á Eyjafjarðarsvæðinu með það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum, efla hagvöxt, auka fjölbreytileika þeirra starfa sem í boði eru, skapa hagstæð skilyrði fyrir ný verkefni og tækifæri og efla Eyjafjörð sem eftirsóttan valkost til búsetu.
AFE er einnig ætlað að vera samráðsvettvangur aðildarsveitarfélaganna í sameiginlegum hagsmunamálum.
Markmið félagsins er að starfa í nánum tengslum við fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu. AFE vill stuðla að samstarfi eyfirskra og erlendra fyrirtækja og kynna skipulega fyrirtækin á viðeigandi erlendum mörkuðum. Einnig að auka samvinnu fyrirtækja um hugmyndir sem fýsilegt er að tengja saman og markvisst fylgja eftir þeim verkefnum sem það kemur að á hugmyndastigi. Nauðsynlegt er að leita allra leiða til að vekja athygli á kostum Eyjafjarðarsvæðisins. AFE veitir aðstoð starfandi fyrirtækjum við kynningu utan starfssvæðis jafnt innanlands sem erlendis. Félagið vill stuðla að aukinni samvinnu við atvinnuþróunarfélög á Norðurlandi með samræmdum aðgerðum.

AFE er til húsa í Skipagötu 9 - 3. hæð. Sími 460 5700
Starfsmenn þar eru:
Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri: simmi@afe.is
Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri: elva@afe.is
Baldvin Valdemarsson, verkefnastjóri: baldvin@afe.is

Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni www.afe.is

Markaðsstofa ferðamálaMarkaðsskrifstofa Ferðamála

Markaðsstofa Norðurlands (MN) hefur starfað frá árinu 2003 en skrifstofan er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum. Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum. Hér má nálgast kynningu á MN og flugklasanum Air66N 2012.

Markaðsstofa Norðurlands er til húsa í Skipagötu 9 - 3 hæð, 600 Akureyri. Sími: 462 3300 Netfang: info@nordurland.is

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri: arnheidur@nordurland.is

Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni www.nordurland.is