Forvarnir

Forvarnarmál eru víðtæk og mikilvægt að líta á þau í því samhengi. Markmið forvarna er að tryggja heilbrigt og uppbyggilegt umhverfi með virkni og samvinnu sem flestra í sveitarfélaginu. Foreldrar gegna lykilhlutverki í forvörnum og því er mikilvægt að ná til þeirra og styðja þá í hlutverki sínu.

Til þess að forvarnir og forvarnarstarf skili árangri þarf að stuðla að víðtækum forvörnum í samstarfi við samstarfsaðila. Samstarfsaðilar eru til að mynda lögregla, heilbrigðisþjónusta, skóli og félög.