Leiguhúsnæði

Félagslegar og almennar íbúðir eru til leigu hjá Dalvíkurbyggð en sveitarfélagið á og rekur 10 íbúðir. Umsóknir um leiguíbúðir er að finna á Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Leigjendur þurfa að greiða tryggingu sem samsvarar þriggja mánaða húsaleigu, sem endurgreiðist, ásamt vöxtum og verðbótum, við leigulok svo framarlega sem allar greiðslur séu í skilum og húsnæðið í óaðfinnanlegu ástandi.

Mat á umsóknum fer fram með stigagjöf sem byggir meðal annars á félagslegum aðstæðum umsækjenda og aldri umsókna.

Nánari upplýsingar veitir Silja Dröfn Jónsdóttir í síma 460 4900 eða í tölvupósti á netfangið silja@dalvikurbyggd.is