Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Íþrótta- og æskulýðsráð veitir árlega viðurkenningu íþróttamanni Dalvíkurbyggðar að fengnum tilnefningum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar getur sá orðið sem stundar íþróttir með félagi sem starfar í Dalvíkurbyggð, eða hefur lögheimili í Dalvíkurbyggð en stundar íþrótt sína utan Dalvíkurbyggðar. Viðkomandi þarf að hafa náð 15 ára aldri á því ári sem tilnefnt er fyrir.

Kjörinu er svo lýst á hátíðarfundi íþrótta- og æskulýðsráðs í janúar ár hvert.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2017

Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.

Þú byrjar á að kynna þér upplýsingar um tilnefnda aðila hér: (upplýsingar um tilnefnda aðila 2017), ferð svo inn á Mín Dalvíkurbyggð, finnur hnappinn Kannanir og kosningar,  og kýst þann aðila sem þú telur eiga skilið að hljóta titilinn „íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2017“.,

 

Hægt verður að kjósa um íþróttamann ársins til og með miðvikudagsins 20. desember 2017.

 

 

Samanlögð kosning íbúa og fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði mun svo ráða úrslitum um það hver verður kjörinn. Reglur um kjör á íþróttamanni ársins er að finna hér:

https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/kjor-a-ithrottamanni-arsins-dalvikurbyggd.pdf

 

Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Bergi fimmtudaginn 4. janúar 2018 kl. 17:00.

Tilnefningar:

Andrea Björk Birkisdóttir Skíði
Amalía Nanna Júlíusdóttir Sund
Amanda Guðrún Bjarnadóttir Golf
Ingvi Örn Friðriksson Kraftlyftingar
Svavar Örn Hreiðarsson Hestar
Viktor Hugi Júlíusson Frjálsar