Sumarhúsalóðir

Sumarhúsalóðir í landi Hamars

Samkvæmt staðfestu Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir um 43.7 hektara svæði undir frístundabyggð sem nær yfir talsverðan hluta jarðarinnar Hamars. Innan þessa svæðis er hitaveituvatn fengið fyrir Dalvíkurbyggð og þar eru mannvirki Hitaveitu Dalvíkur. Svæðið er afgirt og án lausagöngu búfjár. Hamarsland er ekki innan þéttbýlismarka Dalvíkur, en í eigu Dalvíkurbyggðar.

Nánari upplýsingar um svæðið má finna í Greinargerð um frístunda-og iðnaðarsvæðið á Hamri.

Hérna er líka að finna yfirlit yfir deiliskipulag Hamarssvæðisins (mynd)

Nánari upplýsingar í tölvupósti á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is