Með tilkomu þjónustugáttarinar hefur Dalvíkurbyggð stigið stórt og mikilvægt skref í rafrænni þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Markmið sveitarfélagsins er skilvirk og ábyrg stjórnsýsla og er íbúagáttinn ein varðan á leiðinni að settu marki hvað varðar enn skilvirkari stjórnsýsluhætti. Segja má að með þjónustugáttinni séu íbúar Dalvíkurbyggðar komnir í beint samband við sína Dalvíkurbyggð því nú geta þeir með rafrænum hætti sótt um þjónustu til sveitarfélagsins, sent inn erindi, fylgst með framgangi sinna mála, skoðað greiðslustöðu, komið ábendingum á framfæri og ýmislegt fleira. Þá er bein tenging inn á skráningarkerfi fyrir tómstundir og íþróttir barna, ÆskuRækt, sem og tenging inn á upplýsingasíður Hitaveitu Dalvíkur.
Þjónustugáttin verður áfram í þróun og eru íbúar hvattir til að kynna sér gáttina og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Hægt er að hafa samband við þjónustuver Skrifstofa Dalvíkurbyggðar ef um frekari spurningar er að ræða á dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, eða í síma 460-4900 milli kl. 10:00 og kl. 15:00 á mánudögum til fimmtudags og 10:00-12:00 á föstudögum.
Íbúar Dalvíkurbyggðar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu sveitarfélagsins og að hjálpa til við að gera hana enn gagnlegri.
min.dalvikurbyggd.is