Sundskáli Svarfdæla

Sundskáli Svarfdæla var reistur 1929 og er því næst elsta yfirbyggða sundlaug landsins. Laugin er 12,5 m að lengd og á botni sundlaugarinar er að finna hafmeyju í djúpu lauginni.

Skálinn hefur verið leigður út til einstaklinga og hópa árið um kring en nú hefur því verið hætt þar sem reglur um öryggi á sundstöðum segja að það sé ekki heimilt án sérstakrar gæslu.

Það mál er í vinnslu og leitað er leiða til að starfsemi í skálanum geti orðið virk á ný.

Nánari upplýsingar gefur Börkur Þór Ottósson í síma 460 4900 og á netfanginu borkur@dalvikurbyggd.is