- Þjónusta
- Fjölskyldan
- Menntun
- Íþróttir og tómstundarstarf
- Endurvinnsla
- Umhverfi
- Skipulags- og byggingarmál
- Dýrahald
- Veitur og hafnir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Þátttaka íbúa
- English
- Opnunartímar og símanúmer
Sjóðurinn er á forræði íþrótta- og æskulýðsráðs og er tilgangur sjóðsins að styðja við og veita viðurkenningu og styrki fyrir góðan árangur og öflugt íþrótta-, félags- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu, hvort sem um ræðir til félaga eða einstaklinga.
Íþrótta- og æskulýðsráð auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn að hausti ár hvert og úthlutar svo úr sjóðnum á hátíðarfundi íþrótta- og æskulýðsráðs í janúar ár hvert.
Einnig er það hlutverk sjóðsins/ráðsins að veita árlega viðurkenningu íþróttamanni Dalvíkurbyggðar að fengnum tilnefningum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar getur sá orðið sem stundar íþróttir með félagi sem starfar í Dalvíkurbyggð, eða hefur lögheimili í Dalvíkurbyggð en stundar íþrótt sína utan Dalvíkurbyggðar. Viðkomandi þarf að hafa náð 15 ára aldri á því ári sem tilnefnt er fyrir.
Kjörinu er svo lýst á hátíðarfundi íþrótta- og æskulýðsráðs í janúar ár hvert.