Félagsleg liðveisla

Liðveisla er persónulegur stuðningur sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, til dæmis með aðstoð við að njóta tómstunda, menningar og lista. Liðveislan er veitt bæði börnum og fullorðnum.

Frekari liðveisla
Frekari liðveisla er margháttuð aðstoð við fullorðna við ýmsar athafnir daglegs lífs, inni á heimilum og úti í samfélaginu.

Nánari upplýsingar veitir Þórhalla Karlsdóttir í síma 460 4900 og á netfanginu tota@dalvikurbyggd.is