Birkihólar – Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Birkihólar – Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Birkihólar – Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Niðurstaða sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 16.desember sl. breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér eftirfarandi:

  • Lóðir nr. 8 og 10 við Skógarhóla eru felldar út af deiliskipulagi.
  • Lögð er ný gata til norðurs frá Skógarhólum og fær hún heitið Birkihólar.
  • Skilgreindar eru þrjár nýjar einbýlishúsalóðir og tvær nýjar parhúsalóðir við Birkihóla.

Tillagan var auglýst frá 9.október til 30.nóvember 2025. Engar athugasemdir bárust en til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar var gerð breyting á tillögunni eftir auglýsingatíma þar sem afmörkun veghelgunarsvæðis er bætt inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Endanlegan deiliskipulagsuppdrátt má sjá hér.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta sent fyrirspurn á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is

Skipulagsfulltrúi