Heilsueflandi Dalvíkurbyggð

Heilsueflandi samfélagÁ þessari síðu ætlum við að safna saman öllu því efni sem við kemur heilsueflingu og því að Dalvíkurbyggð sé og verði áfram í framtíðinni Heilsueflandi samfélag.

Er það von okkar hjá Dalvíkurbyggð að íbúar taki virkan þátt í að huga að heilsu sinni og leggja okkur lið í því að móta samfélag sem mun í framtíðinni þekkjast sem samfélag sem leggur áherslu á heilsueflingu í sínum víðtækasta skilningi.

Búið er að stofna hóp á Facebook þar sem stefnan er að hver og einn geti sett inn efni, óskað eftir aðilum með sér í hópa eða annað sem okkur dettur í hug. Allt með það að leiðarljósi að hjálpa hverju öðru að efla okkar eigin heilsu.

Allar ábendingar varðandi verkefnið er hægt að senda á heilsueflandi@dalvikurbyggd.is 

Samningur um heilsueflandi samfélag