- Þjónusta
- Fjölskyldan
- Menntun
- Íþróttir og tómstundarstarf
- Endurvinnsla
- Umhverfi
- Skipulags- og byggingarmál
- Dýrahald
- Veitur og hafnir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Frá og með haustinu 2016 hafa sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð gert samning til þriggja ára um sameiginlegan rekstur tónlistarskóla fyrir bæði sveitarfélögin undir heitinu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.
Samkvæmt samningnum er markmið tónlistarskólans að efla tónlistarþekkingu og iðkun tónlistar, auk þess að stuðla að eflingu tónlistarlífs í aðildarsveitarfélögunum. Þessum markmiðum hyggst skólinn ná meðal annars með því að:
Stefnt er að því að öllum nemendum í 1. – 10. bekk grunnskóla sveitarfélaganna verði gefinn kostur á að stunda tónlistarnám sitt sem hluta af samfelldum skóladegi.
Skólanefnd er skipuð fimm fulltrúum og skiptast þeir á milli sveitarfélaganna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar. Skólastjóri skólans er Magnús G. Ólafsson.
Heimasíða skólans er www.tat.is