Rimar

Rimar er íþróttahús og félagsheimili. Húsið er leigt út til einstaklinga og hópa árið um kring.

Á Rimum er stór salur sem tekur allt að 300 manns í sæti (en þá er líka þröngt setinn Svarfaðardalurinn) og annar minni salur sem tekur 60-80 manns. Hægt er að opna á milli þeirra og er þá sá minni eins og sena. Fullbúið eldhús er í húsinu.

Í boði eru áhöld og tæki fyrir flestar greinar íþrótta og góðir búningsklefar. Einnig er gufubað í húsinu.

Allar nánari upplýsingar gefur Snæþór Arnþórsson, f.h. Bakkabjargar ehf. í síma 859 7811 eða í tölvupósti á husabakki@husabakki.is