Málefni fólks með fötlun

Þjónusta sem ríkið veitir fötluðum samkvæmt lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra var fært frá ríki til sveitarfélaga þann 1.janúar 2011.  Dalvíkurbyggð varð aðili að Byggðarsamlaginu Rætur bs, um málefni fatlaðra á þeim tíma. Nú í byrjun árs 2016 fengu Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð undanþágu til eins árs að starfa sem eitt þjónustusvæði. Sveitarfélögin hafa því gert með sér samstarfssamning vegna málefna fatlaðra. Þjónustuhópur sem skipaður er af félagsmálastjórum í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð ásamt ráðgjafaþroskaþjálfum hjá félagsþjónustunum á svæðinu.

Atvinna með stuðningi er unnin í samvinnu við Vinnumálastofnun og fara umsóknir varðandi slíkan samning þar í gegn.

Fylla þarf út umsóknir vegna liðveislu, frekari liðveislu, stuðningsfjölskyldu, lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og menntaskólaungmenna, skammtímavistunnar, Sumarfjörs og Iðjunnar.  Umsóknir er hægt að nálgast á netinu undir þjónustugáttinni. Einnig aðstoðar ráðgjafaþroskaþjálfi við umsóknir til Tryggingarstofnunar ríkisins s.s. umönnunarbóta, örorkubóta og slíkt. Umsóknir um atvinnu með stuðning hjá Vinnumálastofnun, skólaumsóknir, styrkjaumsóknir og fleira.

Félagsþjónustan veitir einnig ráðgjöf í leik- og grunnskóla.

Þórhalla Karlsdóttir (Tóta) ráðgjafaþroskaþjálfi heldur utan um málefni fatlaðra í Dalvíkurbyggð.  Ef frekari upplýsinga er þörf er hægt að hafa samband við hana í síma 460 4900 eða á netfanginu tota@dalvikurbyggd.is .