Af hverju heilsueflandi samfélag?

Af hverju Heilsueflandi samfélag?

Íbúar Dalvíkurbyggðar hafa flestir orðið varir við verkefnið okkar Heilsueflandi samfélag og velt þeirri spurning fyrir sér, til hvers? Ástæðan er einföld, við viljum hvetja fólk til að huga að eigin heilsu og höfum fengið verkfærakistu til að aðstoða íbúa Dalvíkurbyggðar til að gera það. Hér að neðan verður farið yfir þau verkefni sem nú þegar hafa verið framkvæmd og horft aðeins fram á veginn.

Fyrsti kynningarfundur um Heilsueflandi samfélag var haldinn 6. febrúar 2014 og var skrifað undir formlegan samstarfssamning við embætti Landlæknis 24. október sama ár. Eftir það fór verkefnið á fullt skrið. Búin var til Facebook síða, sér heimasvæði búið til á vef Dalvíkurbyggðar og við opnuðum netfangið heilsueflandi@dalvíkurbyggd.is . Unnið er með fjögur atriði þar sem sérstök áhersla verður á hvert þeirra í eitt ár. Fyrsta árið var lögð áhersla á hreyfingu og í ár er áherslan á næringu. Næstu tvö ár verða svo líðan og lífsgæði í brennidepli.

Dalvíkurbyggð hefur gengið á undan með góðu fordæmi og hefur t.d. endurskoðað það sem boðið er upp á sem fundarkaffi á fundum og bíður nú oftast upp á heilsusamlegan valkost, s.s. ávexti. Einnig er starfsmönnum boðin upp á heilsufarsmælingar einu sinni á ári sem hefur mælst mjög vel fyrir.

Hreyfing • Íþróttamiðstöðin bauð upp á fría kynningarviku. Opnað var fyrir öll námskeið á vegum Íþróttamiðstöðvar (ekkert auka gjald fyrir korthafa). Einnig frí kynningarvika að hausti og í janúar. • Spurningalisti sendur á fyrirtæki og stofnanir Dalvíkurbyggðar • Enduskinsmerki Slap-wrap. 2 stk. send í hvert hús og annað verið gefið, t.d. fékk 1. bekkur endurskinsmerki haustið 2015 • Hvatt til þátttöku í ýmsum verkefnum s.s. lífshlaupi, hjólað í vinnuna og 17. júní hlaupi • Dalvíska heimsmeistaramótið í borðtennis haldið í Víkurröst (vor 2015) • Hreyfiátak sumarið 2015: boðið upp á fría göngu/skokk og hjóla tíma, ásamt því að auglýsa fríar ferðir Ferðafélags Svarfdæla. Frí hreyfing fjórum sinnum í viku. • Þátttaka í Move week í samstarfi við UMSE.

Næring • Fyrirlestur „af hverju er megrun fitandi“ haldinn í Árskógi í samstarfi við Kvennfélagið. (janúar 2016)

Erla Gerður sendi pistil um næringu í kjölfar fyrirlesturins og var hann birtur á vef Heilsueflandi samfélags á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. 

Námskeiðið „borðum okkur til betri heilsu“ haldið í Árskógi (febrúar 2016) Sólveig Sigurðardóttir sendi í kjölfar námskeiðsins 6 heilsusamlegar uppskriftir sem voru birtar á vef Heilsueflandi samfélags á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Erla Gerður sendi í kjölfar námskeiðsins tvo pistla um sykur sem voru birtir á vef Heilsueflandi samfélags á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Um þessar mundir er unnið að því að koma á námskeiði fyrir byrjendur á gönguskíðum. Einnig er stefnt að því að halda áfram að þróa hreyfiátakið sem gert var síðasta sumar og stefnt að því að bjóða upp á fría útihreyfingu í sumar. Allir þátttakendur sem náðu yfir 50% mætingu í sumar fóru í pott og gátu unnið verðlaun frá íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Verðlaunahafar voru: Tinna Smáradóttir og Mjöll Magnúsdóttir í göngu- og skokk hóp. Guðmundur Guðlausson og Magnea Helgadóttir í hjólahóp. Fengu allir vinningshafar þriggja mánaða líkamsræktarkort í íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og óskum við þessum aðilum til hamingju.

Allar ábendingar eru svo vel þegnar á netfangið heilsueflandi@dalvikurbyggd.is   

Facebook síða Heilsueflandi Dalvíkurbyggðar: https://www.facebook.com/groups/460071007460567/?fref=ts  

Með heilsu/kveðju

Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi