Vinnuskóli

Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu og skýrar reglur varðandi vinnuumhverfi. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu byggðalagsins, auk lóðasláttar fyrir örorku- og ellilífeyrisþega.

Við vinnuskólann starfa unglingar úr 8. 9. og 10 bekk, yfir sumarmánuðina. Vinnutíminn er mismunandi eftir árgöngum, 6 til 10 vikur, hálfan eða heilan dag. Laun eru ákvörðuð af byggðaráði hverju sinni.

Markmið vinnuskólans er að undirbúa unglingana í vinnu áður en haldið er út á hinn almenna vinnumarkað. Lögð er áhersla á samskiptareglur, ástundun og vinnusemi og virðingu gagnvart vinnu, yfirmönnum og bæjarbúum. Einnig eru kynnt grundvallaratriði í vinnubrögðum og notkun verkfæra.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er umsjónarmaður vinnuskólans.

Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, í síma 460 4900 og á netfanginu gislirunar@dalvikurbyggd.is