Aldraðir

Málefni eldri borgara heyra undir félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar og annast hún skipulagningu og hefur umsjón með heimilisþjónustu. Félagsstarf aldraðra og tengls við samtök eldri borgara eru einnig á verksviði félagsþjónustunnar. Að öðru leyti heyra málefni eldri borgara að mestu undir Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, sem er sjálfseignarstofnun.
Dalbær veitir meðal annars þjónustu í dagvistun, mötuneyti, ráðgjöf, akstursþjónustu, félags-og föndurstarf aldraðra og hársnyrtingu. Sérstök gjaldskrá gildir fyrir þjónustu mötuneytis, akstur og hársnyrtingu. Önnur þjónusta er án endurgjalds notenda nema efniskostnaður í föndurstafi.

Starfsmaður félagsþjónustunnar aðstoðar fólk við umsóknir um dvalarrými á Dvalarheimilum aldraðra.  Hann gerir úttekt á þörf viðkomandi fyrir dvalarrými og gerir greinagerð þar um sem send er vistunarnefnd um dvalarrými í heilbrigðisumdæmi Norðurlands. Sú nefnd starfar á Akureyri og er hún ábyrg fyrir endanlegu mati á þörf einstaklings fyrir dvalarrými.

Nánari upplýsingar veita Eyrún Rafnsdóttir (eyrun@dalvikurbyggd.is) og Þórhalla Karlsdóttir (tota@dalvikurbyggd.is) , einnig í síma 460 4900.