Á fundi sínum þann 20. nóvember 2020 samþykkti umhverfisráð að framlengja tímabundið niður gatnagerðargjöld til einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur, en heimild er til þess í Samþykkt um gatnagerðagjöld í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn staðfesti þessa ákvörðun umhverfisráðs á fundi sínum þann 15. desember 2020 og gildir sú ákvörðun út árið 2022
---------------------------------------------------------
Af hverjum heimilum fermetra húss, sbr. 3. gr., greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:
Einbýlishús með eða án bílgeymslu 8,5%
Parhús með eða án bílgeymslu 7,5%
Raðhús með eða án bílgeymslu 7,0%
Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu 4,0%
Verslunar- og þjónustuhúsnæði og annað húsnæði 3,5%
Iðnaðarhúsnæði 3,0%
Hesthús 2,0%
Samþykkt og gjaldskrá í B-deild stjórnartíðinda