Útsvarsprósenta í Dalvíkurbyggð árið 2020 er 14,52%.
Elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Dalvíkurbyggð er veittur tekjutengdur afsláttur af fasteignaskatti. Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur sem búa í eigin íbúð og eru 67 ára á árinu eða eldri og/eða hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar 2020. Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í. Til þess að njóta þessa réttar verður viðkomandi að eiga lögheimili í Dalvíkurbyggð og vera þinglýstur eigandi fasteignar. Stofn til útreiknings tekjuviðmiðs er tekju- og útsvarstofn auk fjármagnstekna umsækjanda skv. skattframtali ársins vegna tekna nýliðins árs. Reglur um viðmiðunartekjur eru birtar sérstaklega.
Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.
Samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember 2019
Fasteignaskattur
Vatnsgjald
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi: