Hitaveita

Hitaveita Dalvíkur nýtir jarðhita til dreifingar út tveimur jarðhitakerfum, við Hamar og við Brimnesborgir.

Jarðhitakerfið við Hamar í Svarfaðardal hefur verið nýtt til húshitunar á Dalvík frá 1969. Vatnið á Hamri er um 64 gráðu heitt. Aðalvinnsluholurnar eru tvær. Lokið var við borun á fyrr holunni 1977 en hún nær niður á 838m dýpi. Tíu árum síðar, 1987, lauk borun á seinni holunni en hún nær niður á 860m dýpi.

Jarðhitakerfið við Brimnesborgir var virkjað 1998 og hefur síðan þá veitt heitu vatni til byggðakjarnanna þriggja á Árskógsströnd: Árskógssand, Hauganes og þjónustu- og iðnaðarsvæðisins við Árskóga. Frá því í desember 2007 hefur vatni frá Brimnesborgum jafnframt verið veitt inn í Svarfaðardal. Vatnið á Brimnesborgum er um 75 gráðu heitt. Tvær aðalvinnsluholur eru á Brimnesborgum. Borun þeirrar fyrri lauk 1997 og nær hún niður á 440m dýpi. Níu árum síðar, 2006, lauk borun seinni holunnar en hún nær niður á 901m dýpi.

Nánari upplýsingar í tölvupósti á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is

Vaktsími veitna 892 3891