Frístund/Skólavistun

 
 
Skólavistun er í boði við Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
 

Dalvíkurskóli

 

Frístund er skólvistun fyrir nemendur í 1.-4. bekk í Dalvíkurskóla og er starfrækt í húsnæði húsnæði Dalvíkurskóla. Opnunartími Frístundar er  frá því að skólatíma lýkur, að jafnaði um kl. 13:40, til klukkan 16.15.  Vistunartíminn er sveigjanlegur. Í Frístund er boðið uppá heimanámsaðstoð. Starfstími Frístundar Dalvíkurskóla er skólaárið.  Í jóla- og páskaleyfi er Frístund lokuð, það á einnig við um vetrarleyfi . Hins vegar er starfsemi á svokölluðum skipulagsdögum. 

Umsókn um Frístund/Skólavistun skal skilað til ritara Dalvíkurskóla

 

Árskógarskóli

 
Fræðslusvið ber ábyrgð á því að öll grunnskólabörn á aldrinum sex til níu ára eigi kost á dvöl í skólavistun. Tíu til sextán ára börn sem eiga lögbundinn rétt á lengdri viðveru eiga einnig kost á skólavistun (Skólastefna Dalvíkurbyggðar, 2007).Frístund í Árskógarskóla er í boði frá 13:30-16:00 og er samtvinnuð starfi leikskólastigs.