Íþróttamiðstöð - Sundlaug Dalvíkur


Sundlaug Dalvíkur var tekin í notkun haust 1994. Sundlaugin er þekkt fyrir fallegan byggingarstíl og hið frábæra útsýni hvort sem er út pottum eða turni. Sundlaugin er afar vinsæl meðal ferðamanna sem njóta hvíldar og sólbaða á sumrin og þeirra sem heimsækja okkur og upplifa norðurljósin á meðan slappað er af í pottunum. Hér má finna 12,5m x 25m sundlaug, heita potta, barna- og hvíldarlaug, vatnsrennibraut, vatnssvepp og eimbað.

Íþróttahús sem byggt var við sundlaugarbygginguna var tekið í notkun í október 2010.
Þar eru 25m x 44m íþróttasalur, tveir búningsklefar (í öllu húsinu eru því nú 6 búningsklefar), áhaldageymslur, aðalandyri þar sem gengið er inn bæði að íþróttasal og til laugar. Undirgöng tengja íþróttahús við aðstöðu ungmennafélagsins á neðri hæð sundlaugarbyggingar. Í íþróttahúsbyggingunni er líkamsræktaraðstaða með lyftingartækjum, hlaupabrettum og öllum helstu upphitunartækjum. Í sundlaugarbyggingunni er einnig að finna lítinn æfingarsal án tækja þar sem hóptímar fara fram. Þegar keyptur er aðgangur að líkamsræktinni fylgir aðgangur að sundlaug.

Opnunartími:

Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:15-20:00
Föstudaga kl. 6:15-19:00
Helgar kl. 09:00-17:00

Hér má nálgast gjaldskrá hjá Sundlaug Dalvíkur

Sími: 460-4940

Íþróttamiðstöðin er með facebook síðu þar sem hægt er að fylgjast með hitastigi laugar og hvað er um að vera hverju sinni.

íþróttamiðstöð