Endurvinnslustöð Dalvíkurbyggðar er staðsett við Sandskeið. Rekstur Endurvinnslustöðvarinnar er í höndum Gámaþjónustunnar.
Opnunartími gámasvæðisins er eftirfarandi:
• Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15:00 - 18:00
• Laugardaga frá kl. 11:00 - 14:00
• Lokað er á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum
Bannað er að skilja sorp eftir fyrir utan girðingu Endurvinnslustöðvarinnar.
Vakin er athygli á því að svæðið er ekki leikvöllur barna og unglinga. Þar geta leynst hættulegar gildrur og ekki síður hættuleg efni. Foreldrar eru því beðnir um að brýna það fyrir börnum sínum.
Flokkun sorps á Endurvinnslustöð
Sorp til endurvinnslu og förgunar er flokkað á eftirfarandi hátt á Endurvinnslustöð;
- Timbur
- Málmar og brotajárn, allt frá niðursuðudósum upp í bifreiðar
- Garðaúrgangur
- Pappír, pappi, dagblöð, tímarit og auglýsingapésar
- Plast
- Fernur
- Kælitæki
- Hjólbarðar
- Raftæki
- Spilliefni ( rafhlöður, rafgeymar, olíuafgangar, málningarafgangar og fleira )
- Óflokkað sorp
- Fatnaður (gámur merktur Rauða krossinum)
Litlu gráu gámarnir eru fyrir óflokkað heimilisrusl.
Endurvinnsslustöð tekur við afskráðum bifreiðum og starfsmaður þess gefur út skilavottorð. Nú er greitt skilagjald kr. 15.000 fyrir bifreiðar skráðar eftir 1980.
Móttaka skilagjaldsskildra drykkjarumbúða (dósamóttakan) er hjá Landflutningum Samskip (FMN), Ránarbraut 2b, á miðvikudögum milli 14:00 og 16:00.
Vakin er athygli á Sorphirðudagatali fyrir Dalvíkurbyggð 2022.