Spurt og svarað

Hér fyrir neðan verður leitast við að svara helstu spurningum sem fólk kann að þurfa svör við varðandi málefni sín og/eða sveitarfélagsins. Finnir þú ekki svar við spurningu þinni í meðfylgjandi texta þá minnum við á að alltaf er hægt að leita upplýsinga með því að hringja til okkar í Þjónustver skrifstofa Dalvíkurbyggðar í síma 460-4900 eða koma til okkar á opnunartíma. Þá er einnig hægt að senda tölvupóst á dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is

Beiðni um upplýsingar

 
Hvernig sendi ég inn beiðni um upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga?

Sá sem óskar aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga getur óskað eftir að fá að kynna sér fyrirliggjandi gögn tiltekins máls eða tiltekin fyrirliggjandi gögn.
Senda þarf beiðnina í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins

Fasteignagjöld


Hvar get ég séð álagningu fasteignagjalda?

Hægt er að nálgast álagningarseðla fasteignagjalda á Íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is

Hvar get ég nálgast greiðsluseðla vegna fasteignagjalda?

Allar greiðslur má finna á Íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is

Hvernig virkar afsláttur af fasteignagjöldum?

Ekki þarf að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda. Fjármálaskrifstofa framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi samkvæmt skattframtölum elli-og örorkulífeyrisþega. Hægt er að sjá nánar um afslátt af fasteignagjöldum hér.

Húsnæði


Hér er hægt að sjá þær lóðir sem eru lausar til umsóknar hverju sinni. Umsóknir um byggingarlóð fara fram í gegnum Íbúagátt sveitarfélagsins.
Söluskrá fasteigna í Dalvíkurbyggð er hægt að sjá á fasteignasíðum Vísis og Mbl.is.

Sundlaug - almennar upplýsingar


Hvað kostar að fara í sund?

Frítt er fyrir börn með lögheimili í Dalvíkurbyggð í sund í Sundlauginni á Dalvík. Fullorðinsgjald í sund er 1350 kr. 
Hér má sjá gjaldskrá íþróttamiðstöðvar.

Hvenær er sundlaugin opin?

Íþróttamiðstöðin á Dalvík er opin sem hér segir:
Mánudaga-Fimmtudaga frá 06:15-20:00
Föstudaga frá 06:15-19:00
Laugardaga og sunnudaga frá 09:00-17:00

Hve gömul mega börn fara ein í sund?

Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. 1. júní árið sem barnið er 10 ára má það fara í sund án fylgdarmanns.

Sorphirða og endurvinnslustöð


Endurvinnslustöð Dalvíkurbyggðar
er staðsett við Sandskeið. Rekstur Endurvinnslustöðvarinnar er í höndum Gámaþjónustunnar.

Opnunartími gámasvæðisins er eftirfarandi:
• Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15:00 - 18:00
• Laugardaga frá kl. 11:00 - 14:00
• Lokað er á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum

Hvenær eru tunnur losaðar í mínu hverfi?

Allar upplýsingar um losun má finna í sorphirðudagatali Dalvíkurbyggðar.

Hvar get ég nálgast klippikort á gámasvæði og hvernig er það notað?

Allir greiðendur sorphirðugjalda fyrir heimili og sumarbústaði, geta nálgast klippikort í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar. Klippikort fyrra árs er gjaldgengt þar til það klárast.
Með sorphirðugjöldunum fylgir eitt klippikort á ári hverri fasteign. Ef kortið klárast inna árs er hægt að kaupa nýtt kort á kr 15764.- fyrir heimili.

Teikningar og aðrar upplýsingar

Hvar get ég nálgast teikningar af húsinu mínu?

Aðaluppdrættir, lagnateikningar og aðrar teikningar af húsum, sem til eru á Framkvæmdasviði Dalvíkurbyggðar, má finna á kortasjá sveitarfélagsins.

Vottorð


Hvernig get ég fengið starfsvottorð?

Senda þarf tölvupóst á netfang launafulltrúa Dalvíkurbyggðar: launafulltrúi@dalvíkurbyggd.is
Í póstinum á að koma fram nafn, kennitala, vinnustaður og hvert skuli senda starfsvottorðið ef ekki á að senda það rafrænt.
Afgreiðslutími vottorða getur verið mjög misjafn, allt eftir hversu langt aftur í tímann þarf að leita upplýsinga.