Farsæld barna

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög, sem samþykkt voru á Alþingi 11. júní 2021, varða öll börn og ungmenni
á Íslandi frá 0 - 18 ára aldurs.

Gildistaka laganna var 1. janúar 2022 en gert er ráð fyrir þriggja til fimm ára innleiðingartíma.

 

Barnið verður hjartað í kerfinu

Ný lög tryggja að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á eigin ábyrgð milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana. Hér getur þú kynnt þér breytingarnar nánar.

Athygli skal vakin á því að fyrsta skrefið í átt að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er beiðni forráðamanns um samtal við tengilið. Upplýsingar um tengiliði er að finna í glugganum Tengilið.