Hátíðir

 

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn í Dalvíkurbyggð er haldinn ár hvert þar sem lauflétt skemmtidagskrá er á hafnarsvæðinu, kappróður, naglaboðhlaup og reiptog oflr. 
Að kvöldi sjómannadags er svo skemmtun í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík. Á sunnudeginum er svo árleg sjómannadagsmessa í Dalvíkurkirkju ásamt sjómannadagskaffi sem Slysavarnardeildin Dalvík heldur.  

Svarfdælskur mars

Svarfdælskur mars er menningarhátíð haldin í Dalvíkurbyggð ár hvert í mars. Hátíðin er einkum hugsuð til að lyfta andanum um vorjafndægur og til að minna á og viðhalda menningarlegum sérkennum og skemmtilegheitum sem tíðkast hafa á þessum slóðum. Á hátíðinni er dansaður Svarfdælskur mars, spilaður brús og haldið málþing svo eitthvað sé nefnt.