Heimsending á mat

Félagsþjónustan veitir þjónustu fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja með heimsendingu á matarbökkum í Dalvíkurbyggð. Matarbakkarnir koma frá Dalbæ og kosta 1.300 krónur. Heimsending er alla virka daga. Maturinn er afgreiddur í bökkum og er keyrður heim til viðkomandi milli 11:30-12:00 akstur á mat heim kostar 120kr. Hægt er að velja um að fá mat alla virka daga eða tiltekna daga. Þjónustunotendur láta sjálfir vita í eldhúsið ef þeir óska ekki eftir að fá mat en síminn á Dalbæ er 466-1378. 

Nánari upplýsingar gefur Eyrún Rafnsdóttir í síma 460 4900 og á netfanginu eyrun@dalvikurbyggd.is

Umsóknir um heimsendingu á mat er að finna á þjónustugátt Dalvíkurbyggðar.