Söfn

Í Dalvíkurbyggð eru þrjú söfn, Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafn Svarfdæla og Byggðasafnið Hvoll. Bóka- og héraðsskjalasafn er til húsa í Bergi menningarhúsi við Goðabraut og Byggðasafnið hefur aðsetur að Karlsrauðatorgi 7.

Bóka- og héraðsskjalasafn

Bókasafnið er almenningsbókasafn sem þjónar almenningi og skólum í Dalvíkurbyggð. Héraðsskjalasafnið safnar, varðveitir og skráir opinber skjöl í umdæminu (að skjölum ríkisstofnana frátöldum), einnig skjöl frá félögum og úr einkaeign, eins og kostur er. Einnig er unnið að söfnun og skráningu ljósmynda.

Heimasíða bókasafns

Heimasíða skjalasafns

 

Byggðasafnið Hvoll

Byggðasafnið Hvoll var formlega opnað 12. desember 1987. Safnið er þrískipt: byggðasafn, náttúrugripasafn og mannasafn. Munir safnsins eru flestir af heimilum á Dalvík, Svarfaðardal og Árskógsströnd. Þar eru ýmis áhöld og innanstokksmunir frá fyrri tíð sem vitna um þróun verkmenningar á Dalvík og nágrennis og sögu byggðarinnar. Einnig eru þar haganlega gerðir skrautmunir af ýmsum toga unnir af hagleiksfólki af svæðinu.

Á náttúrugripasafninu er fjöldi íslenskra fugla og spendýra og einstaka gestur úr undirdjúpunum. Þar er líka grasasafn, skeljasafn, eggja- og steinasafn.

Hinn hluti safnsins er tileinkaður minningu þjóðþekktra svarfdælinga - Jóhanns Péturssonar Svarfdælings, Kristjáns Eldjárns forseta Íslands og Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga auk alþýðulistamannana frá Litla-Árskógi Jóns, Kristjáns og Hannesar Vigfússona.

Heimasíða byggðasafns