Í Dalvíkurbyggð eru þrjú söfn, Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafn Svarfdæla og Byggðasafnið Hvoll. Bóka- og héraðsskjalasafn er til húsa í Bergi menningarhúsi við Goðabraut og Byggðasafnið en það er lokað sem stendur.
Bóka- og héraðsskjalasafn
Bókasafnið er almenningsbókasafn sem þjónar almenningi og skólum í Dalvíkurbyggð. Héraðsskjalasafnið safnar, varðveitir og skráir opinber skjöl í umdæminu (að skjölum ríkisstofnana frátöldum), einnig skjöl frá félögum og úr einkaeign, eins og kostur er. Einnig er unnið að söfnun og skráningu ljósmynda.
Heimasíða bókasafns
Heimasíða skjalasafns
Byggðasafnið Hvoll
Byggðarsafnið Hvoll er lokað tímabundið meðan því er fundið varanlegt húsnæði.