Sveitarstjóri

Bjarni Th Bjarnason sveitarstjóri DalvíkurbyggðarSveitarstjórinn í Dalvíkurbyggð heitir Bjarni Th. Bjarnason en hann er jafnframt oddviti B-lista framsóknar og óháðra í sveitarfélaginu.

Bjarni er með BSc. í viðskiptafræði frá Bifröst og meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur margra ára reynslu úr atvinnulífinu og hefur verið framkvæmdastjóri nokkurra fyrirtækja s.s. Leigumarkaðar BYKO, Dönski Alpint skíðamenntaskólanum í Noregi, Ellingsen ehf.,.BYKO-Lat í Lettlandi og einnig var hann sölu- og útgerðarstjóri hjá Fiskafurðum hf.

Bjarni fæddist á Dalvík 20. ágúst 1964, á 4 börn og er giftur Iðunni Jónsdóttur.