Sveitarstjóri

 

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð

Sveitarstjórinn í Dalvíkurbyggð er Katrín Sigurjónsdóttir en hún er jafnframt oddviti B-lista framsóknar- og félagshyggjufólks. 

Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Áður bjó hún einn vetur á Árskógsströnd en er uppalin á Glitstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Foreldrar eru Sigurjón Margeir Valdimarsson frá Hreiðri í Holtum og Katrín Auður Eiríksdóttir á Glitstöðum.

Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd. Þau eiga 3 börn, Írisi f.1987, Snorra Eldjárn f.1991 og Svein Margeir f.2001. Barnabörnin eru fjögur.

Katrín er stúdent frá Samvinnuskólanum á Bifröst frá 1988. Þá tók hún með vinnu þriggja anna rekstrar- og viðskiptafræðinám hjá HA árið 2007-2008 og árið 2018 lauk hún námi í markþjálfun á vegum Evolvia hjá Símey. Hún var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista Framsóknarmanna.  Katrín hef unnið hjá Sölku-Fiskmiðlun hf. útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum frá 1994 og sem framkvæmdastjóri frá árinu 2004.

Helstu áhugamálin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum, handavinna og íþróttir, þá helst fótbolti og blak.

Netfang: katrin@dalvikurbyggd.is