Menningar- og viðurkenningarsjóður

Sjóðurinn er á forræði Menningarráðs Dalvíkurbyggðar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja og styðja einstaklinga, frjáls félagasamtök og hópa í sveitarfélaginu með það að leiðarljósi að stuðla að öflugu og frjóu lista- og menningarlífi í Dalvíkurbyggð. Einnig að veita viðurkenningar til félaga, hópa, fyrirtækja og stofnana fyrir að stuðla að eflingu menningarlífs í sveitarfélaginu og vinna að mikilvægum menningarmálum í Dalvíkurbyggð.

Menningarráð auglýsir í upphafi árs eftir umsóknum um styrki fyrir það ár og úthlutar svo úr sjóðunum að vori. Skilyrt er að umsækjendur eigi lögheimili í Dalvíkurbyggð. Sótt er um á Mín Dalvíkurbyggð.

Verkefni sem sótt er um styrki til skal ljúka eigi síðar en 31. desember það ár. Styrkþegar þurfa að skila til sveitarfélagsins stuttri greinargerð um nýtingu styrksins, að öðrum kosti hafa þeir fyrirgert rétti sínum til nýrrar úthlutunar.

Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna í menningarstefnu Dalvíkurbyggðar og í vinnureglum sjóðsins.

Umsóknareyðublað

Menningarstefna Dalvíkurbyggðar

Vinnureglur Menningarráðs