Íþrótta- og tómstundafélög

Knattspyrna

UMFS býður upp á knattspyrnuæfingar allt árið um kring á Dalvík. Æft er úti á íþróttasvæðinu fyrir neðan íþróttamiðstöðina á sumrin og fram á haustið en inni í íþróttamiðstöðinni á veturnar og úti á sparkvellinum við skólann. Boðið er upp á æfingar fyrir 8. - 3. flokk karla og kvenna. Á facebook síðu barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS er að finna ýmsar nytsamlegar upplýsingar um knattspyrnuæfingar.

UMÞS býður upp á knattspyrnuæfingar við Rimar í Svarfaðardal á sumrin, tvö kvöld í viku.

UMFR býður upp á knattspyrnuæfingar í Árskógi á Árskógsströnd á sumrin.

Golf

Golfklúbburinn Hamar býður upp á golfæfingar allt árið um kring á Dalvík og á Arnarholtsvelli. Á Dalvík er boðið upp á golfæfingar í vel búinni inniaðstöðu yfir vetrartímann. Yfir sumartímann eru golfæfingar haldnar á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal og í kirkjubrekkunni á Dalvík. Allar nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu félagsins eða á heimasíðu félagsins www.ghdgolf.net

Fimleikar

UMFS býður upp á fimleikaæfingar í íþróttamiðstöðinni yfir vetrartímann. Æfingarnar eru ætlaðar börnum á síðasta ári í leikskóla og upp alla grunnskólagönguna.
Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu fimleikafélagsins eða á netfanginu hjá fimleikafélaginu sem er fimdalvik@gmail.com

Skíði

Skíðafélag Dalvíkur heldur úti skíðaæfingum í Böggvisstaðafjalli yfir vetrartímann. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.skidalvik.is

Sund

Sundfélagið Rán heldur úti sundæfingum í sundlauginni í íþróttamiðstöðinni. Allar nánari upplýsingar gefur Elín Björk Unnarsdóttir í síma 861 9631.

Hestaíþróttir

Hestamannafélagið Hringur býður upp á ýmis námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna í aðstöðu sinni í Hringsholti í Svarfaðardal. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.hringurdalvik.net

Ýmis félagasamtök sem bjóða upp á tómstundastarf

  • Kvennakórinn Salka. Tengiliður Katrín Sif Ingvarsdóttir, s. 867-0597
  • Karlakór Dalvíkur. Tengiliður Guðmundur Pálsson, s. 693 1916
  • Kór Dalvíkurkirkju. Tengiliður Jóhann Antonsson, s. 894 1861
  • Kór Stærri-Árskógskirkju. Tengiliður Hafey Lúðvíksdóttir, s. 861-6934
  • Mímiskórinn, kór aldraðra. Tengiliður Magnús G. Gunnarsson, s. 896 1685
  • Leikfélag Dalvíkur. Tengiliður Hera Margrét Guðmundsdóttir, s. 770 2198, Facebook síða
  • Félag aldraðra. Tengiliður Ása Marinósdóttir, s. 848 9510
  • Félagsstarf á Dalbæ. Tengiliður Dalbær, s. 466 1378
  • Kvenfélagið Tilraun. Tengiliður Margrét Guðmundsdóttir, s. 868 2233, Facebook síða
  • Kvenfélagið Hvöt. Tengiliður Þórunn Andrésdóttir, s. 615 4713, Facebook síða
  • Lionsklúbburinn Sunna. Tengiliður Auður Helgadóttir, s. 894 1897, Facebook síða
  • Björgunarsveit Dalvíkur. Tengiliður Haukur Gunnarsson, s. 853 8565, Facebook síða
  • Slysavarnardeild Dalvíkur. Tengiliður Hólmfríður Amalía Gísladóttir, s. 860 4925
  • Bridgefélag Dalvíkur. Tengiliður Ingvar Páll Jóhannsson, s. 847 4489