Viðgerðir á götum
Á næstu dögum mun hefjast undirbúningur fyrir malbiksviðgerðir á götum Dalvíkur og malbikun.
Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna aðgát við og á vinnusvæðum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem vinna við viðgerðirnar kann að valda.
25. maí 2021