Er ekki tími til kominn að klippa?

Er ekki tími til kominn að klippa?

Öll viljum við geta komist auðveldlega um gangstéttar og göngustíga byggðalagsins.
Sumstaðar vex trjágróður á lóðum það mikið út fyrir lóðarmörk að vandræði og jafnvel hætta stafar af. Þetta á við um bæði umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Einnig eru dæmi um að trjágróður skyggi á umferðarmerki, götuheiti og jafnvel lýsingu.

Vaxi gróður út fyrir lóðarmörk þarf lágmarkshæð yfir gangstétt eða gangstíg vera 2,8 metra og 4,5 metrar yfir akbraut.

Starfsmenn Eigna- og framkvæmdadeildar vilja hvetja íbúa Dalvíkurbyggðar til að hafa þessi mál í lagi og snyrta trjágróður á lóðarmörkum eftir því sem þörf er á.