Fornleifar í Dalvíkurbyggð

Fornleifar í Dalvíkurbyggð

HEIMUR FORNLEIFAFRÆÐINNAR -NÁMSKEIÐ UM FORNLEIFAFRÆÐI OG FORNMINJAR Í DALVÍKURBYGGÐ Fyrir alla þá sem áhuga hafa á sögu Svarfaðardals, fornleifafræði og minjum.

Tækifæri til að skyggnast inn í heim fornleifafræðinnar og átta sig á hvernig lesa má í minjar og landslag.

8. júní, kl 19:30-21:30, Bergi
Lilja Pálsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands.
Störf fornleifafræðinga og aðferðir fornleifafræðinnar til að lesa í fortíðina.

22. júní, kl 19:30-21:30, Bergi
Elín Ósk Hreiðarsdóttir, deildarstjóri fornleifa- og húsaskráningardeildar hjá Fornleifastofnun Íslands.
Fornleifarannsóknir sem unnar hafa verið í Svarfaðardal, eðli og samhengi.

6. júlí
Heimsókn á vettvang fornleifarannsókna í Svarfaðardal þar sem fornleifafræðingar kynna rannsóknir sumarsins og helstu niðurstöður.
Námskeiðið er samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Íslands, Rannsóknarverkefnisins Tvídælu (Two Valleys), Sögufélags Svarfdæla, menningarstofnana í Dalvíkurbyggð, Ferðafélags Svarfdæla og SÍMEY.

Námskeiðsgjald: 6.000 kr
Skráning: www.simey.is - Skráningarfrestur til 5. júní
Upplýsingar: Björk Hólm, s: 823 8616, netf.: berg@dalvikurbyggd.is
eða
Sif, s: 848 3586, netf.: sif@simey.is