Ábending frá slökkviliðsstjóra - óvissustig Almannavarna

Ábending frá slökkviliðsstjóra - óvissustig Almannavarna

Til upplýsinga þá hefur Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum á svæðinu, sbr. þessa tilkynningu.

Íbúar Dalvíkurbyggðar.

Ég vil vekja athygli ykkar á því að nú þegar þurrt er í veðri og jörð frekar þurr, þá er sérstaklega mikil hætta á gróðureldum.
Er því mikil nauðsyn á því að fara varlega með opinn eld.

Nánari upplýsingar má finna á grodureldar.is

Vilhelm Anton Hallgrímsson
Slökkviliðsstjóri