Miðvikudagsganga Ferðafélags Svarfdæla í dag
Í dag verður lagt upp frá Dalvíkurkirkju klukkan 17:15 og gengið upp í Melrakkadal. Tiltölulega þægileg ganga sem tekur um það bil 2 klukkustundir.
Ferðin er öllum að kostnaðarlausu.
29. júní 2016