Páskadagskráin í Dalvíkurbyggð

Páskadagskráin í Dalvíkurbyggð

Veðurstofur spá hæglyndisveðri, sól og blíðu á norðurlandinu um páskana og hér í Dalvíkurbyggð er frábær dagskrá sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Íþróttamiðstöðin verður opin alla páskana frá kl. 10.00-18.00 og því um að gera að púla vel í ræktinni eða flatmaga í sundi - vonandi í glampandi sól. 
Vonir standa til að skíðasvæðið verði opið a.m.k. á milli kl. 10-14 frá fimmtud.-sunnud.  á meðan snjóalög leyfa. Best er að fylgjast með upplýsingum inn á heimasíðu skíðafélagsins

Á skírdag:
BarSvar í Menningarhúsinu Bergi - fjölbreyttar spurningar úr öllum áttum, myndefni af breiðtjaldi og krækjur og klækir að hætti spurningahöfunda.  Húsið opnar kl 20:00.
Kaffihús Bakkabræðra opið frá kl. 12.00-00.00. Katrín Sif Árnadóttir og Dagmann Ingvason með "singalong" kl. 16.30.
Veitingastaðurinn Norður opinn frá kl. 18.00-21+
Veitingastaðurinn Gregor‘s opinn frá 18.00-22.00
Bjórböðin á Árskógssandi opin frá kl. 11.00-23.00, síðasti tími í bjórbað er kl. 20.00.
Opið í sjóböðin á Hauganesi og á veitingastaðnum Baccalá-bar milli 12.00-18.00.

Á föstudaginn langa:
Kaffihús Bakkabræðra opið frá kl. 13.00-03.00. Hljómsveitin ´85 með Bowie tónleika kl. 21.30. Aðgangseyrir 3.500 kr.                                                            
Veitingastaðurinn Norður opinn frá 18.00-21+                                      
Veitingastaðurinn Gregor‘s opinn frá kl. 18.00-22.00.                                                
Opið í sjóböðin á Hauganesi og Baccalá-bar frá kl. 12.00 og frameftir kvöldi.

Laugardaginn 20. apríl
Opið á Bókasafninu á milli kl. 13.00-16.00
Bíó í Bergi kl. 15.00 þar sem jafnvel má búast við ‚‚páskafígúrunni‘‘ í heimsókn. Barna-og fjölskyldumynd. Aðgangseyrir 500 kr. 
Kaffihús Bakkabræðra opið frá kl. 12.00-03.00. Tónleikar – Gyða og háskaeggin kl. 22.00. Frítt inn.
Veitingastaðurinn Norður opinn frá kl. 18.00-21+
Veitingastaðurinn Gregor‘s opinn frá 18.00-22.00 
Bjórböðin á Árskógssandi opin frá kl. 11.00-23.00, síðasti tími í bjórbað er kl. 20.00.
Opið í sjóböðin á Hauganesi og á veitingastaðnum Baccalá-bar frá kl. 12.00 og frameftir kvöldi.

Páskadagur
Kaffihús Bakkabræðra opið frá kl. 13.00-01.00 a.m.k.
Veitingastaðurinn Gregor‘s opinn frá 18.00-22.00
Opið í sjóböðin á Hauganesi og á veitingastaðnum Baccalá-bar frá kl. 12.00 og frameftir kvöldi.

Líttu við í Dalvíkurbyggð um páskana.
Við hlökkum til að sjá þig!