Drög að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kynnir hér með drög tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samhliða er unnið nýtt deiliskipulag og er sú tillaga kynnt samhliða aðalskipulagsbreytingu, skv. 4.mgr. 40. gr skipulagslaga.
Tillögurnar fela í sér að afmarkað er nýtt svæði fyrir frístundabyggð í landi Selár og nýtt verslunar- og þjónustusvæði á Hauganesi þar sem m.a. gert verður ráð fyrir hóteli, þyrlupalli og bættri aðstöðu fyrir Fjöruböðin.
Skipulagsgögn má nálgast hér:
Aðalskipulagsbreyting
Deiliskipulagsuppdráttur
Skýringaruppdráttur
Deiliskipulagsgreinargerð
Tillöguuppdrætti ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslu má jafnframt nálgast í Ráðhúsi Dalvíkur og í Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is (mál nr. 381/2025 og 383/2025) frá 26.júní til 23.júlí 2025.
Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt.
Frestur til að koma á framfæri ábendingum við skipulagstillöguna er veittur til 23.júlí 2025.
Skipulagsfulltrúi