Berjahólar
Drög að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kynnir drög tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Breytingin tekur til svæðis sem merkt er íbúðarsvæði 314-ÍB í aðalskipulagi og felst í því að svæðið er stækkað um 0,5 ha til norðurs á kostnað óbyggðs svæðis vegna áforma um nýjar íbúðarlóðir.
Aðalskipulagsuppdrátt má nálgast hér .
Samhliða er kynnt tillaga á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins, fjölgun byggingarlóða, landmótun og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum sem fær heitið Berjahólar.
Deiliskipulagsuppdrátt má nálgast hér.
Skipulagsuppdrætti má jafnframt nálgast í afgreiðslu á fyrstu hæð í Ráðhúsi Dalvíkur frá 28.júlí til 11.ágúst 2025 og einnig á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is (mál nr. 329/2024 og 853/2025).
Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt.
Frestur til að koma á framfæri ábendingum við skipulagstillögurnar er veittur til 11.ágúst 2025.
Skipulagsfulltrúi