Fréttir og tilkynningar

Samverustund í Bergi

Samverustund í Bergi

Nú hefur undirbúningsteymið, sem sett var saman í gær, fundað með sveitastjóra.Í framhaldi af þeim fundi hefur verið ákveðið að halda samverustund í Menningarhúsinu Bergi annað kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19.30, þar sem við, íbúar byggðarlagsins, viljum almennt koma á framfæri þakklæti til allra þ…
Lesa fréttina Samverustund í Bergi
Opnun yfir hátíðarnar

Opnun yfir hátíðarnar

Opnun á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar yfir hátíðarnar Þorláksmessa – milli 10.00-13.00Aðfangadagur – lokað27. desember – lokað30. desember – 10.00-12.00Gamlársdagur – lokað2. janúar – 10.00-15.00 Biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Starfsfólk skrifstofa Dalvíkurbyggðar
Lesa fréttina Opnun yfir hátíðarnar
Frá sveitastjórn Dalvíkurbyggðar

Frá sveitastjórn Dalvíkurbyggðar

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fjölmörgu sem standa nú í ströngu við að létta neyð af samfélaginu. Björgunarsveit, Landhelgisgæsla, starfsmenn Landsnets, Rarik, verktaka og veitna ásamt svo fjölmörgum öðrum sem leggja nú dag við nótt í hjálparstarfi. …
Lesa fréttina Frá sveitastjórn Dalvíkurbyggðar
Mynd: Sindri Ólafsson

Upplýsingar frá vatnsveitu

Í augnablikinu er bilun í varaafli dælustöðvarinnar á Bakkaeyrum sem getur orsakað tímabundið vatnsleysi í þéttbýlinu. Unnið er að viðgerð og mun það komast í lag í dag. Íbúum er bent á að fara sparlega með heitt og kalt vatn þar til eðlilegt rafmagnsflæði kemur inn á svæðið á ný.
Lesa fréttina Upplýsingar frá vatnsveitu
Ný uppsetning jólatónleika TÁT

Ný uppsetning jólatónleika TÁT

Vegna veður, ófærðar og rafmagnsleysis þurftum við að færa alla tónleika í næstu viku.  Hér fyrir ofan er ný uppsetning og munu kennarar hafa samband við nemendur.
Lesa fréttina Ný uppsetning jólatónleika TÁT
Upplýsingar um sorphirðu

Upplýsingar um sorphirðu

Vegna veðurs og færðar síðustu daga reyndist ekki hægt að nálgast sorptunnur íbúa í gær, fimmtudag. Samkvæmt sorphirðudagatali 2019 átti að tæma endurvinnslutunnurnar í gær. Nýjar upplýsingar herma að Terra muni nálgast grænu tunnurnar hjá íbúum Dalvíkurbyggðar á morgun, laugardaginn 14. desember. M…
Lesa fréttina Upplýsingar um sorphirðu
Varðskipið Þór mætir í höfn á Dalvík. Mynd: Haukur Snorrason

Spörum rafmagnið - Save the electricity

Kæru íbúar - SPÖRUM RAFMAGNIÐ. Húrra fyrir öllum þeim viðbragðsaðilum sem hafa unnið við afar erfiðar aðstæður síðustu daga. Slökkvum á óþarfa ljósum eins og jólaljósum og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir skömmtun. Dear recipents - LET'S SAVE OUR ELECTRICITY. Everyone that has been …
Lesa fréttina Spörum rafmagnið - Save the electricity
Öllu skólahaldi frestað í Dalvíkurbyggð á morgun

Öllu skólahaldi frestað í Dalvíkurbyggð á morgun

Samkvæmt upplýsingum frá Rarik er ólíklegt að rafmagn verði komið á Dalvík og Svarfaðardal í fyrramálið. Því er öllu skólahaldi í Dalvíkurbyggð frestað fimmtudaginn 12. desember, leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla.
Lesa fréttina Öllu skólahaldi frestað í Dalvíkurbyggð á morgun
Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð

Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með eftirtaldar skipulagstillögur: A)    Þann 31.10.2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að íbúðarsvæði 312-Íb, Hóla- og T…
Lesa fréttina Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð
Kalda vatnið - upplýsingar

Kalda vatnið - upplýsingar

Upplýsingar fengust frá veitum. Varaflinu á Bakkaeyrum sló út í nótt og það var ekki hægt að slá því inn fyrr en undir morgun. Dælurnar eru komnar í gang núna svo vatnið fer að koma inn. Það tekur tíma að byggja upp þrýsting en þetta fer vonandi að lagast. Vinsamleg tilmæli eru um að spara auðlindir…
Lesa fréttina Kalda vatnið - upplýsingar
Rafmagnslaust í Svarfaðardal. Tilkynning frá Rarik og veitu- og hafnasviði.

Rafmagnslaust í Svarfaðardal. Tilkynning frá Rarik og veitu- og hafnasviði.

Uppfært 10.12.2019 - kl. 17:44: Rafmagnslaust er í Svarfaðardal bæði að Austan- og Vestanverðu og búist er við að rafmagnsleysi vari eitthvað áfram þar sem ekki er hægt að hefja viðgerð fyrr en veður gengur eitthvað niður. Rafmagnstruflun var í gangi í landskerfinu á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufir…
Lesa fréttina Rafmagnslaust í Svarfaðardal. Tilkynning frá Rarik og veitu- og hafnasviði.
Viðvörun frá veðurstofu Íslands

Appelsínugul viðvörun frá Veðurstofu Íslands

Veðurstofa Íslands er búin að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir þriðju- og miðvikudag. Björgunarsveitin á Dalvík hefur uppi vinsamleg tilmæli um að fólk hugi að öllu lauslegu, sem og að eigendur báta hugi vel að þeim, þar sem búist er við hækkandi sjávarstöðu. Þá mælir Björgunarsveitin einnig með…
Lesa fréttina Appelsínugul viðvörun frá Veðurstofu Íslands