Kynningarefni vegna athafnasvæðis, hafnarsvæðis og landfyllingar á Árskógssandi

Kynningarefni vegna athafnasvæðis, hafnarsvæðis og landfyllingar á Árskógssandi

Þann 11. júlí síðastliðinn var haldinn almennur kynningarfundur í Árskógi til að kynna breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna fyrirhugaðrar seiðaeldisstöðvar og landfyllingar á Árskógssandi. Einnig voru á fundinum kynnt drög að deiliskipulagi athafnasvæðisins á nýrri fyllingu við höfnina. Á fundinum hélt Árni Ólason, Teiknistofu arkitekta, kynningu og fór yfir þessar breytingar.

Þeir sem höfðu ekki tök á að mæta á fundinn en hafa áhuga á því að kynna sér frekar þau gögn sem liggja til grundvallar geta gert það hérna en erindi Árna er nú aðgengilegt á heimasíðunni. 

Athafnasvæði, hafnarsvæði og landfylling á Árskógssandi - erindi Árna Ólasonar á kynningarfundi í Árskógi