Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - Lokastígur og íþróttasvæði

Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - Lokastígur og íþróttasvæði

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með eftirtaldar skipulagslýsingar sbr. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Lokastígsreitur - deiliskipulag

Afmörkun skipulagssvæðis miðast við miðlínur aðliggjandi gatna: Böggvisbraut, Ægisgötu, Brimnesbraut og Karlsrauðatorg. Lækjarstígur og Lokastígur eru innan skipulagssvæðisins.

Ekki er stefnt að breytingum á núverandi lóðum og  byggingum. Fjallað verður um svæðið sem heild og verða frekari þéttingarkostir á svæðinu teknir til skoðunar. Í skipulaginu verður m.a. gert ráð fyrir nýbyggingu fyrir fatlaða að Lokastíg 3.

Íþróttasvæði Dalvíkur - deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting

Markmið deiliskipulagsins er að styrkja íþróttasvæðið í heild með stefnu fyrir framtíðar uppbyggingu. Gert verður ráð fyrir bættri aðstöðu og aðgengi. Stefnt er að breytingu á aðalskipulagi þar sem mörkum landnotkunarreita verður breytt.

-

Ofantaldar skipulagslýsingar verða til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá mánudeginum  2. október nk. til og með miðvikudagsins 18. október 2017 og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is

Með gerð og kynningu lýsingar í upphafi skipulagsvinnu gefst almenningi og umsagnaraðilum kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið í skipulagsvinnunni.

Ábendingar vegna lýsinga þessara skulu sendar á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík eða með tölvupósti til skipulags- og byggingarfulltrúa, borkur@dalvikurbyggd.is. Frestur til að skila inn ábendingum er til miðvikudagsins 18. október 2017.

Lokastígsreitur á Dalvík, deiliskipulag, skipulagslýsing

Íþróttasvæði Dalvíkur, drög að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi, skipulagslýsing