Ýmislegt um að vera næstu daga

Þar sem viðburðir hafa verið að færast til og breytast vegna veðurs er hérna yfirlit yfir þá viðburði sem verða í gangi frá föstudeginum 11. desember og fram á sunnudaginn 13. desember.

11. desember, föstudagur
Tjarnarkirkja. Aðventukvöld kl. 20:00.

12. desember, laugardagur
Jólasveinarnir koma á svalir Kaupfélagshússins kl. 14:00.

13. desember, sunnudagur
Salka kvennakór og Karlakór Dalvíkur halda jólatónleika í Dalvíkurkirkju kl. 15:00. Miðaverð er kr. 2.500, aðventukaffi að tónleikum loknum í safnaðarheimilinu innifalið í verðinu.

Hið árlega jólabingó Barna-og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS er haldið í hátíðarsal Dalvíkurskóla kl. 17:00. Að venju verða glæsilegir vinningar í boði og eru allir iðkendur, foreldrar, afar og ömmur hvött til að taka daginn frá og mæta og styrkja þannig starfsemi fótboltans í Dalvíkurbyggð.

Aðventukvöld í Dalvíkurkirkju kl. 20:00. Börn úr 6. bekk sýna helgileik. Ræðumaður kvöldsins er Margrét Víkingsdóttir.