Yfir 600 munir á handavinnusýningu á Dalbæ

Yfir 600 munir á handavinnusýningu á Dalbæ

Árleg handverkssýning félagsstarfs eldri borgara í Dalvíkurbyggð var opnuð í gær á dvalarheimilinu Dalbæ. Þar má sjá fjölbreyttan afrakstur vetrarvinnu félagstarfsins en munir á sýningunni eru á milli 600-700. Sýningin, sem var opnuð í gær, er öllum opin en hún  verður einnig opin í dag, mánudag, á milli kl. 13:00-17:00. Athugið að aðeins er um þessa tvo daga að ræða.

Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim gripum sem til sýnis eru.