Völundarhús eða bein leið? Þekkirðu leiðina um stjórnkerfið?

Opið hús á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar og íbúafundur í Bergi menningarhúsi


Þriðjudaginn 24. mars 2015 verður sannkallaður kynningardagur á stjórnsýslunni í Dalvíkurbyggð. Íbúum er boðið á opið hús hjá Skrifstofum Dalvíkurbyggðar þar sem hægt verður að kynna sér starfsemina og spjalla um það sem brennur á fólki. Síðan verður íbúafundur í Bergi menningarhúsi þar sem hvert svið heldur stutta kynningu, farið verður yfir framkvæmdaáætlun og fl.

Íbúum gefst einnig tækifæri til að senda inn fyrirspurnir sem svarað verður á fundinum.

Allir velkomnir!

Dagskrá

Opið hús

Frá kl. 13:00-16:30 verða Skrifstofur Dalvíkurbyggðar opnar fyrir gesti og gangandi.
Íbúum boðið að koma við, kíkja á húsnæðið og spjalla við starfsmenn.

Íbúafundur í Bergi menningarhúsi

Kl. 17:00
hefst svo íbúafundur í Bergi menningarhúsi en þar býður byggðaráð Dalvíkurbyggðar íbúum sveitarfélagsins til opins íbúafundar til að ræða málefni stjórnsýslunnar.

Fundarstjóri: Kristinn Ingi Valsson

17:05 Kynning á stjórnkerfinu í stuttu máli
          Sviðsstjórar kynna sviðin; starfsemi, nefndir og megin verkefni.
17:43 Stutt hlé
17:50 Fjárhagsáætlun á mannamáli. Hvernig er staðan? Hvar á að framkvæma og hvenær?

          Sveitarstjóri, Bjarni Th. Bjarnason, fer yfir lykiltölur fjárhagsáætlunar 2015 – 2018 ásamt því að kynna helstu framkvæmdir sem framundan eru.
18:00 Fyrirspurnir

Íbúum gefst hér færi á að senda inn spurningar um málefni sveitarfélagsins sem svarað verður í lok fundar. Fyrir svörum sitja sveitarstjóri og sviðsstjórar ásamt kjörnum fulltrúum í byggðaráði.
Spurningarnar er hægt að senda í síðasta lagi mánudaginn 23. mars á upplýsingafulltrúa á netfangið margretv@dalvikurbyggd.is  

18:30 Áætluð fundarlok